19.10.2018 09:05

Tryppa......tími.

 

Það er einmitt svona sem að okkur hér í Hlíðinni líður núna þegar við förum að rýna í tryppahópinn okkar.

Afar spennandi tímar framundan þegar frumtamningar eru að fara á fulla ferð. Þessi spennandi verkefni eru þegar byrjuð að týnast inn og fjölgar svo hratt eftir næstu viku.

Það er alltaf spennandi að fá afkvæmi nýrra hesta þ.e.a.s sem við höfum ekki tamið undan áður.

Nú erum við t.d með tryppi undan hestum sem við höfum ekki kynnst áður.

Kyljan frá Steinnesi, Þröstur frá Efri Gegnishólum eru þar á meðal, svo eru væntanleg afkvæmi Skýrs frá Skálakoti, Vita frá Kagaðarhóli, Loka frá Selfossi, Konserts frá Hofi svo eitthvað sé nefnt. Bara spennandi tímar framundan.

 

Tryppin sem eru á meðfylgjandi mynd eru ekki alveg komin á aldur en fyrr en varir verða þau mætt í frumtamningu.

Þetta eru Léttlind undan Létt og Glaumi frá Geirmundarstöðum, Aðgát undan Karúnu og Skýr frá Skálakoti, Krossbrá undan Snekkju og Kafteini frá Hallkelsstaðahlíð, Vandséð undan Sjaldséð og Káti frá Hallkelsstaðahlíð og síðan er það Sólstafur undan  Létt og Ási frá Hofsstöðum.

Þessi hópur var forvitin að skoða hana Christiane Slawik þegar hún var að mynd hjá okkur í sumar.

Og svona svo því sé haldið til haga þá fer síðasti lambahópurinn frá okkur í næstu viku. Það liggur því fyrir að velja endanlega líflömb og kindur eftir helgina.

Við höfum verði að heimta kindur af og til síðustu viku en þó er slatti eftir.

Vonandi bætist við í flotann fyrir þessa síðustu ferð.