18.02.2020 23:03

Smalahundahittingur með Svani og Gísla.

 

Það var góð mæting  á þriðja námskeiðið eða smalahundahittinginn hér í Hlíðinni.

Svanur í Dalsmynni og Gísli í Mýrdal mættu sem fyrrr og skóluðu hunda og menn eftir bestu getu.

Það er alveg ljóst að hundarnir sýna miklar framfarir, já og jafnvel eigendurnir líka.

Kennslan er góð hundarnir efnilegir og eigendurnir reyna sitt besta svo þetta er allt á beinu brautinni.

Við fengum hann Guðbrand á Skörðum til að sónarskoða gemlingana hjá okkur til þess að geta verið eingöngu með gelda gemlinga í smalahlutverkinu.

Við rétt náðum í hóp til þessa að dekka námskeiðið en það var lúxusvandamál þar sem að frjósemi gemlinganna er góð þetta árið.

Já það er alveg nóg fyrir okkur að fá 1.3 lömb á hvern gemling.

 

 

Þarna er Svanur að segja einum ungum og efnilegum hundatemjara frá Kálfalæk til.

 

 

Þóra í Ystu Görðum mætti með sinn hund þarna eru hún og Gísli að taka æfingu.

 

 

Hún Vaka litla heimalingur hefur fegnið það hlutverk eins og nokkrar vinkonur hennar að vera ,,smalakind,,

Vaka tekur hlutverkið mjög alvegarlega og leggur sig mikið fram.

Hún treystir Gísla algjörlega fyrir lífi sínu og elltir hann eins og útlærð kind.

Ég held jafnvel að hún sé byrjuð að læra línudans.................. sjáið þið sporin.

 

 

Og þarna er þau enn að æfa spor og takt alveg eins og í línudansinum.

 

 

Svanur segir Vöku og vinum hennar allan sannleikann um smalahunda.

 

 

Það er oft kátt á bekknum..................

 

 

Tilþrifin á gólfinu er oft á tíðum stórbrotin...............

,,Náð sé með yður og friður ,,

..............kæri fjárhópur.

Séra Sigfús er alveg með þetta á hreinu.

 

 

Kaffispjall við strákana á Kálfalæk.

 

 

Gísli og Halldóra í Rauðanesi einbeitt.

 

 

Þarna erum við næstum komin í leit í Borgarhrepp.

Samvinna í fullum gangi Heiða Dís og Halldóra senda hópinn á milli sín undir stjórn Gísla.

 

 

Svanur miðlar til hópsins og allir hlusta með andakt.

 

 

Magnús á Snorrastöðum æfir sig og hundinn.

 

 

Þessir tveir komu frá Lækjarbug.

 

 

Hópurinn drekkur í sig fróðleikinn.

 

 

Þessir voru hressir að vanda Viðar sauðfjárbóndi í Búðardal og nágreni og síðan Styrmir bóndi í Gufuldal.

 

 

 

Svanur og Ísólfur taka létta æfingu.

Þess má að lokum geta að þeir sem hafa áhuga á að mæta á smalahundahittinginn sem haldinn er hér öll þriðjudagskvöld geta verið í sambandi við okkur.

Einnig fer skráning fram á fésbókarsíðu sem heitir Smalahundakvöld  í Hallkelsstaðahlíð með Svani og Gísla.

Opnað verður fyrir skráningu seinni partinn á morgun.

Hlökkum til að sjá ykkur.