12.08.2009 22:50

Góðir krakkar



Það var oft þétt setið við eldhúsborðið í sumar, þarna eru þau Jón Ben vísnaskáld, Nikulás girðingameistari, Ansu tamningakona frá Finnlandi, Linda systir hennar og Astrid hestaþjónn frá Danmörku. Hörkulið hress og skemmtileg. Við hin sem að teljumst heimilisfólk litum hreinlega ekki nógu vel út fyrir myndatöku.
Það skal tekið fram að það var matur á pönnunni í upphafi borðhalds.emoticon



Þarna getið þið séð að það er bara nokkuð gaman að vaska upp og ganga frá í eldhúsinu, það er helst að Salómon sé efins.



Þessi mynd heitir ,,Sveitapiltsins draumur,, þarna er Nikulás Rúnar að hamast við að fela enda. Yfirmaður endafelinga................hefur sennilega falið á annað þúsund enda í sumar.



Þarna eru Ansu og Freyja saman á góðri stund og brosa báðar út í annað. Ætli það sé svona gott veður í Finnlandi núna????



Þarna eru tveir félagar í slökun þessi mynd er tekin í brekkunni á Kaldármelum þegar íþróttamótið var haldið þar í vor.
Hvað þeir eru að hugsa er ekki gott að vita, kannske eru það tamningar og girðingavinna.....................?????? Nei sennilega ekki.