04.07.2010 19:11

Sveitamarkaður með traktorum, skartgripum og góðgæti.......síðan flott afmælisveisla.


Það var ýmislegt að gerast í sveitinni um helgina og margt bara ansi spennandi og skemmtilegt.

Í gær var haldinn sveitamarkaður á Breiðabliki það voru vaskar konur sem að höfðu forgöngu um viðburðinn sem tókst bara alveg ljómandi vel. Þarna var á boðstólnum varningur sem að stæðstum hluta var framleiddur í sveitinni eða hafði þangað beina tengingu.
Bara svona til að nefna eitthvað þá var á boðstólnum brauð, kökur, sultur, silungur, peysur, sokkar, vettlingar, húfur, veski, egg, gærur, blóm, kryddjurtir, skartgripir og margt fleira.
Já þið misstuð af miklu sem að ekki komu og lituð við.
Síðan var á boðstólnum kaffi og pönnukökur með skemmtilegu spjalli.



Þessar blómarósir vori í blómunum.......já og kryddjurtunum hjá henni Áslaugu.



Þarna eru sætar dömur sem voru í nytjamarkaðsdeildinni.



Lóa var með sokkaúrvalið góða......................



Hér er svo smá sýnishorn af skartgripunum, takið eftir kúluhálsmenunum þau eru úr lopa.
Sem sagt skartgripur sauðfjárbóndans.



Þarna er einn kaupandinn ansi ánægður með varninginn sinn, það eru ekki allir sem fara á sveitamarkað og koma heim með traktor og sturtuvagn..................
Fer væntanlega í hörku samkeppni við bóndann..............



Það er margar flottar hestastelpur í fríi núna og þá verður maður bara að gera eitthvað skemmtilegt eins og fara á sveitamarkað og fá sér blóm og pönnuköku.
Við erum samt vanari að hittast á hestamótum.



Þessar áttu annríkan dag.



Og þessi brosti enda ekki von á öðru hún var sko á ,,kassanum,,

Eftir sveitamarkaðinn var svo brunað í afmæli til Sigurðar bónda í Hraunholtum en hann fagnar nú 7o árum strákurinn. Af því tilefni hélt hann glæsilega veislu á Grund sínum fæðingastað.
Skemmtileg veisla og hreint frábærar veitingar takk fyrir okkur.

Svo er alltaf eitthvað að gerast í folaldamálum þann 2 júlí kastaði Spóla Otursdóttir jörpu merfolaldi og þann 3 júlí kom Tignin mín með jarpa hryssu.
Er ekki að standa mig í myndatökum þessa dagana.

Ef að þið hafið ekki tekið eftir því þá hef ég smellt inn nokkrum nýjum albúmum að undanförnu og á eftir að bæta við fleirum á næstu dögum.