05.08.2010 14:31

Drauma..................



Þarna er sperrt afkvæmi Perlu Gusts frá Lambastöðum og Aldurs frá Braustaholti.

Nú stendur fyrir dyrum ferð í Lambastaði þar er ýmislegt skemmtilegt að sjá og alltaf gaman að koma. Ormalyf, fótsnyrting og fullt að skemmtilegum vangavelltum.



Við skoðum þessa flottu skvísu undan Dyn frá Hvammi og Klöru frá Lambastöðum.



............og örugglega þessa hún er dóttir Tinnu frá Árbakka og Arðs frá Brautarholti.

Set inn myndir og fréttir þegar ferðin er afstaðin................



Við Ófeigur minn eigum sameiginlegt markmið.............mjög háleitt og flott.
Einhvern tímann munum við ná því...............
Aðal munurinn er samt sá að við erum ekki alveg samtíga í því hversu hratt á að fara til að ná markmiðinu. Hann ,,veit,, að drauma smalahundurinn er kjarkmikill, vitur, viljugur, hlýðinn og þægur. Um það erum við sammála en..........hann ,,veit,, líka að drauma eigandinn er sprækurrrrrrrrr, hvetjandi, hugmyndaríkur, gjafmildur og raddlaussssssssss...........
Og ekki gleyma.... hefur alltaf nægt framboð af kindum og mat. Ekki svo að skilja að kindur séu í hans huga matur nei,nei herra Europris er fínn.
Ófeigur er sannfærður um að ég hafi nú loks eignast drauma hundinn sem að kannske er satt, en það er með okkar samninga eins og kannske velflesta í þjófélaginu....EKKI ALVEG Á HREINU.
Ég reyndi í huganum að fara yfir nokkur atriði sem að gott væri að hafa í lagi áður en lengara er haldið.

Ófeigur er með sitt á tæru.

Drauma smalahundur = Hundur sem sefur djúpum svefni og dreymir kindur.
Kjarkmikill = Þorir að slást.........við alla hundana á bænum.
Vitur = Hundur sem veit það sem honum langar og bætir við eftir eigin þörfum.
Viljugur = Fara núna......jessssssss.
Hlýðinn = Borðar matinn strax.
Þægur = Þyggur gott klapp.

Drauma eigandi = Leggur sig dreymir fallega og truflar ekki frjálsan leik hundsins.
Sprækur = Hleypur jafn hratt og Border eða ER miðaldra spússa á fjórhjóli.
Hvetjandi = Hó hó hobb hobb og allt þetta með ljúfum tóni.........en uppbyggjandi.
Hugmyndaríkur = Þarf ekki hundurinn finnur alltaf hvað er skemmtilegast að gera.
Gjafmildur = Matur við öll tækifæri.
Raddlaus = Yndislegur eiginleiki sérstaklega ef að hann kann ekki á flautu...........

Við Ófeigur teljum svo niður í leitir.................elskurnar.