01.09.2010 00:56

Jamm og jæja......


Allt í basli svo að það verður engin mynd á blogginu í kvöld, þið hugsið ykkur bara fallega mynd og segið mér svo afhverju hún er.

Stundum er ég hugmyndasnauð og á í mestu vandræðum með að finna eitthvað til að setja hér inn en núna hafði ég fullt af hugmyndum sem flestar voru nátengdar myndum.
Örugglega út af því að ég get ekki sett inn myndir núna. Bíður betri tíma.

Ég brá mér á kynningafund út að Breiðabliki fyrir stuttu, þar var Nýsköpunarmiðstöð Íslands að kynna verkefni sem að heitir Vaxtasprotar á Vestulandi.
Sannarlega sniðugt og skemmtilegt verkefni sem gaman væri að taka þátt í.

Ég var þó verulega hugsi eftir að hafa hlýtt á þetta góða fólk sem dældi á okkur hugmyndum um margt sem hægt væri að gera í sveitinni. Það rann upp fyrir mér sú gamal kunna staðreynd að líklega hefði ég yfirdrifið nóg að gera og þyrfti alls ekki að vera að þvælast af bæ til að fá fleiri hugmyndir.
Eftir að hafa verið hugsi í nokkurn tíma var ég öskureið já eins gott að þið hittuð mig ekki þá.
Það sem að erti mína ,,góðu,, lund var nefninlega það hvað það er ergilegt og fúllt að bændur séu alltaf í þeirri stöðu að þurfa að hugsa um að koma sér upp einhverri auka búgrein eða vinnu utan bús. Bændum vantar ekki vinnu þeim vantar tekjur góðir hálsar.
Til að gera langa sögu stutta og ykkur ekki graut fúl þá ætla ég að renna yfir nokkur starfsheiti sem að svona meðalbóndi verður að ráða við ef að allt á að fara vel hjá honum.

Bóndi = bóndi, trésmiður, járnsmiður, þúsundþjalasmiður, vélfræðingur, verkfræðingur, viðskiptafræðingur, lögfræðingur, markaðsfræðingur, fóðurfræðingur, jarðfræðingur, kynbótafræðingur, skipulagsfræðingur, dýralæknir, kjötiðnaðarmaður, kokkur, ræstitæknir og hagfræðingur. Bara svo eitthvað sé nefnt......................

Og að auki vera í góður formi andlega og líkamlega því að stundum bilar fjórhjólið og fýkur í frúnna.