13.10.2010 23:48

Svona var 10.10.10 og fundavikan mikla.



Svona var nú dagurinn 10.10.10 hér í Hlíðinni, ekki sem verst.



Sunnudagurinn fór í réttarstúss og fjárfluttninga eins og svo margir dagar að undanförnu.
Helsta sauðfjártengda áhyggjuefni húsfreyjunnar um þessar mundir er það að uppáhalds kynbótagripurinn Sindri Kveiksson er enn ekki kominn í leitirnar. Á sunnudaginn komu þeir garpar Mókollur Mókollsson og Dimmir Dökkvason heim og voru vonir bundnar við að Sindri væri í þeirra félagsskap en svo var ekki.
Nú er bara að vona að Sindri hafi ekki farið sér að voða og skili sér heim hið fyrsta.

Á mánudaginn var svo brunað í bæinn til að mæta á fund í Landsmótsnefnd LH sem hefur fundað nokkuð stíft að undanförnu þar sem að nú styttis í landsþing en þá á nefndin að hafa lokið störfum.
Um kvöldið var svo fundur hjá stjórn Félags tamningamanna þar er ýmislegt á döfinni og upplagt að fylgjast með á www.tamningamenn.is
Á þriðjudaginn var það svo fundur í Fagráði í hrossarækt en þar voru mörg mál á dagskrá m.a val á Ræktunarbúi ársins.
Fundargerðir fagráðs getið þið lesið á www.bondi.is undir hrossarækt - fagráð.
Í dag miðvikudag var svo fundur vegna undirbúnings Menntaráðstefnu sem haldin verður á Hólum næsta sumar.
Já óhætt að segja að þetta hafi verið fundavikan mikla og mikið er nú langt síðan ég hef stoppað svona lengi í höfuðborginni.

Á næstu dögum ?.................já það er sko ýmislegt sem að liggur fyrir hér í Hlíðinni.