12.12.2010 00:18

Ýmislegt..............



Sumarslökun...............

Í dag komu þrjú folöld í hús og er þá öll hersingin komin á vetrarstaðinn sinn.
Þau sem að komu inn í dag voru Gróa Glymsdóttir, Þjóðhátíð Glymsdóttir og Jörp Hlynsdóttir.
Viðja var líka tekin inn og nú hefst alvara lífsins hjá henni enda nokkuð ljóst að hún fer ekki í sjálftekið frí eins og í fyrravetur. Já nú var ekkert djamm og flandur í boði fyrir Viðju.
Hrellir sonur hennar dafnar vel og hefur engar áhyggjur af því að faðernið er ekki alveg á hreinu hjá honum.

Nú fer að styttast í að Mummi, Fannar og Gosi fari norður að Hólum í skólann en hann byrjar 12 janúar.
Til að komast í topp aðstöðu til að æfa sig hafa þeir félagar farið út í Söðulsholt og fengið að nota reiðhöllina til æfinga. Við höfum svo tekið önnur hross með og leikið okkur þar á kvöldin. Bæði við og hrossin hafa haft gagn og gaman af enda er þetta skemmtileg tilbreyting.
Takk kærlega fyrir okkur Söðulsholtsbændur.