21.08.2011 22:07

Dagur fimm í hestaferð



Fimmti dagurinn var góður dagur...................þessi mynd gæti heitið áfram veginn.
Þurftum að fara örstuttan sprett á malbikinu til að komast í náttstað.

Við riðum í dag frá Hjarðarfelli þar sem að hestarnir áttu góðan náttstað og að Skildi í Helgafellssveit. Farið var yfir Kerlingaskarð í blíðu og logni, örlítið var búið að ,,rykbinda,, fyrir okkur á leiðinni en við sluppum alveg við rigningu.
Við rifjuðum upp sögnuna af skessunni og heyrðum glænýja sögu af draug sem að er stundum á ferli þarna uppi. Eins gott að ekki var þoka eða myrkur þá hefðu kannske einhverjir orðið smeikir.



Þessar dömur voru búralegar þegar myndavélin var á ferðinni Sæunn bóndi á Steinum og Astrid.



Kerlingaskarðið er skemmtileg leið og gaman að fara hana í friði og ró með góðu fólki og hestum. Þessi hross voru aðeins að laumast af leið.



Þeir voru slakir í dag þessir kappar, hér eru málin rædd og hugsanlega krufin til mergjar.
Mummi og Haukur Skáneyjarbóndi.



Þessi var aftur á móti djúpt hugsi og hefur örugglega verið komin langt með að skipuleggja margar hestaferðir á næstu árum. Eins gott ég fái stundum að fara með........



Þessi tvö kvísluðust á og voru í einhverju leynimakki og Krapinn fékk ekki einu sinna að vita neitt. Hlýtur að vera hernaðarleyndarmál.................en Muggur brosir.



Við fengum einn góðan sveitunga og ferðafélaga frá fyrri árum til að ríða með okkur í dag en það var hann Hjalti Oddsson sem að eitt sinn bjó á Höfða og síðar á Vörðufelli.
Það var gaman að fá Hjalta í hópinn aftur og að sjálfsögðu var leiðsögnin góð.
Takk kærlega fyrir okkur Hjalti.

Í dag riðu þessir með: Mummi, Skúli, Astrid, Björg, Hrannar,Þorgeir, Arnar, Sæunn, Laufey, Anna, Hjalti, Randi, Haukur og ég.

Á morgun ríðum við frá Skildi að Klungubrekku, falleg leið sem að fáir í hópnum hafa riðið.