30.08.2011 23:17

Geiri kallinn.



Fyrir nokkru síðan var ég á ferðinni og smellti þá þessari mynd af honum ,,Geira,, kallinum.
Þetta er konungur fjallanna hér í Hlíðinni Geirhnjúkur sem að gnæfir yfir Hnappadalnum.
Það hafa margir gengið á fjallið í sumar og haft gaman af þó svo að aðeins taki það nú í að röllta upp.
Örlítill skafl er eftir þegar myndin er tekin en hann veður örugglega farinn um  leitir.
Myndin er tekin af Heggsstaðamelunum.



Og þegar ég snéri mér við þá var það Gullborgin og Rauðakúlan gægðist aðeins upp fyrir hraunið. Smá tilbreyting frá öllum hestamyndunum.

Það var gestkvæmt í Hlíðinni þennan daginn, góðir gestir að skoða og sumir að sækja hross í tamningu. Við erum líka farin að huga að því að sleppa ungu tryppunum sem að hafa verið í þjálfun síðan í vetur og vor. Kominn tími á haustfrí fyrir þau nóg er þó eftir og enn bætist við á næstunni.

Varahlutir og viðgerðir...................æi nei við skulum ekkert vera að ergja okkur á því strax.