07.08.2012 20:40

Ýmislegt.....



,,Horfðu til himins með höfuðið hátt,, sungu  Björn Jörundur og hljómsveitin Ný dönsk í den og allir sem ,, raddböndum,, gátu valdið tóku undir.
Ég held samt að Sparisjóður minn hafi frekar verið að hugsa um ,,nýja hryssu,,  en ,, nýja danska,, þegar þessi mynd var tekin. En hvað veit ég svo sem hvað hann hugsar ?

Á morgun stendur til að sónarskoða frá Gosa og Sparisjóði og færa þá til í aðrar girðingar.
Bara spennandi að sjá hvernig útkoman verður.

Í dag er búinn að vera smá rigningar úði sem telst orðið til tíðinda hér í Hlíðinni en úðinn  bara kætir bændahjörtun og gleður grasið sem þýtur upp í hitanum.
Það er líka ekkert skemmtilegra en að ríða út í hita og mildum úða sem varla bleytir.

Ég var að skoða gamla gestabók í dag og rakst þá á þessa vísu.............frá því 26 janúar 1985.

Beðnir voru að skrifa í bók
bændurnir af fljóði.
Nokkuð mikinn tíma tók
að hnoða saman ljóði.

Bændurnir voru Páll Júlíusson og Sveinbjörn Hallsson.

Alltaf gaman að skoða vísur.