24.04.2013 22:26

Í mörg horn að líta



Þessir kappar voru í úrslitum í fimmgangi á íþróttamóti Hestamannafélagsins Glaðs um síðustu helgi. Ámundi Sig, Skjöldur Orri, Mummi, Styrmir í Gufudal og Þórarinn í Hvítadal.

Við smelltum okkur í dalina og Mummi tók þátt í mótinu sem haldið var í fallegu en köldu veðri. Hann og Fannar urðu í þriðja sæti í fimmgangi og sigruðu 100 metra skeiðið.
Skemmtilegt mót og alltaf gaman að koma í dalina.

Verkefni vikunnar hafa verið fjölbreytt, pólutíkinni var sinnt í gærkvöldi en þá var haldinn opinn íbúafundur í Lyngbrekku með fulltrúum framboða í NV kjördæmi.
Ég brá mér í hlutverk fundarstjóra sem að stæðstum hluta var starf tímavarðar þar sem framboðin voru mörg og tíminn naumur. Sumum fannst tíminn sem þeir fengu til að sannfæra kjósendur úr ræðustól naumt skammtaður. Til marks um það er vísa sem ég fékk frá Lárusi Hannessyni vini mínum.

Hér höfum við rætt um net og síma
og höldum, á þótt fölni skíma.
En Sigrúnin mín
svo sæt og fín
því hefur þú fyrir mig svo lítinn tíma.

Í lok fundar kom líka vísa frá Guðbrandi bónda á Staðarhrauni en Össur var honum ofarlega í huga.

Össur segir allt í fína
ekki er af baki dottinn.
Hann er að selja kjöt í Kína
og kemur oss í lukkupottinn.

Já þeir eru skemmtilegir kallarnir.

Eftir ljómandi reiðtúra í dag brunaði ég svo suður að Hvanneyri að dæma flotta krakka en Skeifukeppni skólans er á morgun.