16.02.2014 23:01

Folaldasýningin í Söðulsholti



Það var hörkustuð á folaldasýningunni í Söðulsholti sem haldin var á laugardaginn.
Margir glæsigripir öttu kappi, fólk kom saman og hafði gaman er það ekki einmitt þannig sem það á að vera ?
Hér á myndinni fyrir ofan eru eigendur þeirra sem báru sigur úr bítum í flokki hryssna.

Merfolöld
1. Bella frá Söðulsholti brún
F, Aron frá Strandarhöfði
M,Donna frá Króki
Rækt, Einar Ólafsson
Eig, Söðulsholt ehf

2. Snörp frá Hallkelsstaðarhlíð, rauðblesótt
F, leiknir frá Vakurstöðum
M, Snör frá Hallkelsstaðarhlíð
Ræk, Astrid Skou Buhl og Sveinbjörn Hallsson
Eig, Astrid Skou Buhl

3. Hryðja frá Bjarnarhöfn, rauðblesótt
F, Haki frá Bergi
M,Lukka frá Bjarnarhöfn
Rækt/eig Herborg Sigurðardóttir



Þá eru hér eigendur hestfolaldana............. einhver púkasvipur í gangi en Hildibrandur ráðsettur að vanda. Svo er röðin hjá okkur líka í vitleysu.................

1. Loki frá Minni-Borg, rauðskjóttur hringeygður
F,Ábóti frá Söðulsholti
M,Löpp frá Hofsstöðum
Eig/ræk, Katrín Gísladóttir

2. Blakkur frá Bjarnarhöfn, brúnn
F, Stormur frá Leirulæk
M,Rjúpa frá Bjarnarhöfn
Ræk/eig, Hildibrandur Bjarnasson

3. Gosi Gosason frá Hallkelsstaðarhlíð, brúnn
F, Gosi frá Lambastöðum
M,Tign frá Meðalfelli
Rækt/eig, Sigrún Ólafsdóttir




Þarna eru rætkendurnir og eigandinn að skoða verðlaunagripinn sem Snörp litla frá Hallkelsstaðahlíð fékk. Já Sveinbjörn og Astrid  voru kát með sína.



Þarna er Topplétt frá Hallkelsstaðahlíð, faðir er Toppur frá Auðsholtshjáleigu og móðir Létt frá Hallkelsstaðahlíð.



Þetta er Svaðaborg frá Hallkelsstaðahlíð, faðir Uggi frá Bergi og móðir Þríhella frá Hallkelsstaðahlíð.



Hjaltalín frá Hallkelsstaðahlíð, faðir Álfarinn frá Syðri-Gegnishólum og móðir Skúta frá Hallkelsstaðahlíð.



Þytur frá Hallkelsstaðahlíð, faðir Gosi frá Lambastöðum og móðir Blika frá Hallkelsstaðahlíð.



Snörp frá Hallkelsstaðahlíð, faðir Leiknir frá Vakurstöðum og móðir Snör frá Hallkelsstaðahlíð. Þessi var í öðru sæti í flokki hryssna.



Hafgola frá Hallkelsstaðahlíð, faðir Blær frá Torfunesi og móðir Kolskör frá Hallkelsstaðahlíð.

Góður dagur í Söðulsholti og margar fleiri myndir væntanlegar hér inná síðuna.