26.05.2014 14:09

Enn er það Hólaferð til að sjá flott reiðkennaraefni.

 

Það var full ástæða til að fagna þegar hún Astrid okkar útskrifaðist sem Bs reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Þarna fagnar hún með foreldrunum og Mummanum. Fannar óskaði sérstaklega eftir að fá alveöru prófílmynd. Til gamans má geta þess að Astrid er tíundi ,,Hólaneminn,, okkar. Já við erum búin að vera svo heppin að fá að hafa þessa frábæru krakka hjá okkur. Það er ákveðin reynsla sem bæst hefur í reynslubankann við að sjá krakkana fara í gegnum skólann og upplifa stemminguna. Gleði og sorgir sem fylgja ströngu námi er góður skóli fyrir unga fólkið sem oftast kemur bara sterkara til leiks. Ég er ekki í vafa hvað ég mundi gera ef að ég væri ungur hestaáhugamaður í dag. Hólar væri málið en gott væri að hafa hraustan kropp og reynda sál. Frábært nám, fagmennska og fróðleikur en eins og í öllu sem viðkemur tamningum verður að fara vel með sálartetrið bæði hjá hesti og knapa. Innilega til hamingju Astrid og allir þessir flottu krakkar sem voru að ljúka náminu ykkar.

 

Það voru 11 nemendur sem útskrifuðust á laugardaginn.

 

Það er alltaf hátíðleg stund þegar reiðkennaraefnin klæðast FT jakkanum í fyrsta sinn. Þarna bíða þau hvít eins og englar eftir því að formaður FT Sússana Ólafsdóttir klæði þau í jakkann.

 

Formaður FT og gjaldkeri voru mættar til að klæða reiðkennaraefnin í jakkann. Brosmildar að vanda þessar dömur.

 

Astrid komin í jakkann með góðri aðstoð formannsins.

 

Hamingjuknús.

 

Mette yfirreiðkennari á Hólum og Astrid kátar með daginn.

 

Pósað á móti sólinni í Hjaltadalnum.

 

 

Astrid með drengina Fannar og Mumma.

 

Nemendurnir héldu skemmtilega sýningu þar sem þau sýndu brot úr þeim prófum sem þau hafa tekið á síðustu þremur árum. Á myndinni er Fannar að smella sér uppá kassa sem í þessu tilfelli á að vera útsýnisstaður yfir smalasvæðið. Hvergi smeikur og til í allt enda alinn upp í fjöllunum.

 

 

Kíkt á kindurnar í Hjaltadalnum.

 

Góður dagur á Hólum enn fleiri myndir fljóttlega hér á heimasíðunni.