01.03.2017 23:01

Norðurljósa Hlíðin.

 

Það var ótrúleg norðurljósasýning hér hjá okkur í Hlíðinni þetta kvöldið.

Eitthvað sem hefði getað sturlað saklausa ferðamenn endanlega.

Ég ætlaði reyndar að bjóða ykkur uppá svakalegt matarblogg í kvöld en það verður að bíða rétt eins og góðviðris myndirnar sem ég tók í dag.

Allt kemur þetta síðar en nú hef ég einmitt sett mér það takmark að blogga alla daga í mars.

 

 

Múlinn var flóðlýstur og bara býsna flottur þannig.

 

 

Tunglið speglaði sig fallega í Hlíðarvatninu.

 

 

Listaverk var einnig yfir hnjúkunum og Þverfellinu.

 

 

Ísinn á vatninu þykist ætla að stoppa eitthvað núna.

 

 

Bærinn var eins og upplýstur kubbur.

 

 

Já þetta er bara smá sýnishorn sem Mummi náði að mynda í fljótræði.