30.01.2018 21:54

Janúar var fljótur..............

Það er gaman að segja ykkur frá því að nú er búið að loka reiðhöllinni, einangrunin að mestu komin í og ansi margt klárt.

Já og við farin að þjálfa á fullu í reiðhöllinni og Mummi að kenna. En það er ekki þar með sagt að hún sé tilbúin.

Við eigum eftir að bæta við efnið í gólfinu, fá meiri lýsingu, klæða járnið innan á veggina og ganga frá ýmsu en það kemur.

Þetta er nú meiri snildin. Það var skafrenningur og ónotalegt í dag en þá var bara hægt að smella sér í skjól og njóta.

Ég er sannfærð um að það væru töluvert færri hrukkur framan í okkur ef að höllin hefði verið komin fyrr.

Engir kuldablettir og eldrauðir veðurbarningsblettir.

Við værum jafnvel falleg sko ef að höllinn hefði komið einhvern tímann snemma á síðustu öld.

 

 

Við fengum snildar gengi um tvær síðustu helgar, þarna má sjá hluta en þessir harðduglegu dalamenn voru með okkur.

Auk þeirra voru snillingar úr fjölskyldunni sem komu eins og oft áður og hjálpuðu okkur ómetanlega.

Fyrri helgina var klárað að setja járnið á norðurgaflinn en þá var þónokkuð frost og kuldi. Aðstoðafólikð fór heim til sín eftir það fjör með líkamshita langt undir hættumörkum en kvartaði sko ekki.

Um síðast liðna helgi var svo klárað að klæða suðurgaflinn og síðan vaðið í að einangra uppí loft og síðan vegggina.

Einnig var klárað að setja upp hurðirnar.

Næst á dagskrá sko þegar við tímum að hætta að ríða út þá er að klæða járnið innan á veggina og loftið.

 

 

Andrés hefur verið heldur betur hjálplegur við að setja hurðirnar í og stilla þær.

Þarna er hann í áhættu atriði við síðustu hurðina.

Þóra hans má alls ekki sjá þetta hún er svo lofthrædd........... að hans sögn.

 

 

Hrannar að kanna gluggabúnkan................

Og það var fleira gert.

 

 

Um miðjan janúar smelltum við Skúli okkur til Glasgow í 4 daga.

Snildar ferð í alla staði enda Skotarnir skemmtilegir og viskýið gott.

Eins og þið sjáið þá fann Skúli sér þessi fínu þorrablótsklæði, takið sérstaklega eftir brosinu á kallinum.

Það segir meira en þúsund orð. Það er augljóst að þessu mun hann klæðast á þorrablótinu.

 

 

Í ferðinni rakst ég á þetta eðal ákavíti, ég hrökk nú svolítið við og hugsaði minn gang hvort að ég hefði ekki hagað mér vel í Skotlandinu.

Þessi merking er svo áberandi og minnti mig svo á yfirvalið í hreppnum mínum......................

 

 

 

Eins og gjarnan er gert þegar fólk lyftir sér upp fórum við á þennan fína veitingastað.

Þegar þjóninn kvaddi okkur kom hann stoltur með þennan miða og taldi sig nokkuð góðan í íslenskunni.

Gaman að þessu.