07.09.2019 15:01

Sitthvað frá nýliðnu sumri, fyrsti hluti.

 

Það er upplagt að smella inn sumar myndum þegar rigningin er mætt á staðinn.

Við höfðum svo sem verið að bíða eftir henni í svolítinn tíma en vonumst að sjálfsöðgu til að hún verði ekki óstöðvandi.

Ef að ekki hefði farið að rigna þá hefði girðingavinnan fyrir réttir verið all hressileg. Janfvel mörghundruð metrar.

Já vatnið hefur hlutverk þegar að girðingum kemur.

 

 

Ég held að óhætt sé að segja að mest allt hey sem komið er í plast þetta sumarið sé skrjáfaþurrt.

Þarna bíða múgarnir á Breiðunum eftir því að rúlluvélin mæti á svæðið.

 

 

Og það eru engar smá ,,hrífur,, sem garparnir nota í dag.

 

 

Og hratt gengur það .

 

 

Það verður ekkert að því að gefa þetta hey í vetur.

 

 

Já ég held næstum að ég finni lyktina af ilmandi heyinu.

 
 
 

Það var líka líflegt við vatnið hjá okkur í sumar, gestkvæmt á tjaldsvæðunum og veiðin með ágætum.

 

 

Gestahúsin hjá okkur hafa verið næstum því fullbókuð í sumar og gaman að sjá hversu margir eru tilbúnir að koma til okkar.

Sennilega hafa aldrei fleiri gist hjá okkur við vatnið eins og í sumar.

 

 

Gestir okkar hafa verið til mikillar fyrirmyndar og bara gaman að fá að taka á móti þeim.

 

 

Veðráttan í sumar var líka einkar ,,gestrisin,, og tók vel á móti all flestum gestunum.

Sumir hópar elska Kjósartúnið.

 

Stundum er líka voða rólegt og gott hér hjá okkur í Hlíðinni.

 

 

Veiðin í Hlíðarvatni, Hnappadal hefur verið góð í allt sumar og margir stórir komið á land.

Stærsti urriðinn sem við fengum að vita af þetta sumarið var 69 cm langur.

Stærsta bleikjan var hinsvegar 58 cm löng og sá heppni veiddi aðra sem var 55 cm löng.

Þessi urriði var vænn og veiðimennirnir afar kátir með hann.

Enn er verið að veiða og fékk sá síðasti sem mætti á bakkann átta stykki á rúmum tveimur tímum.

 

 

Það voru þrír ættliðir sem komu að veiðinni á þessum myndarlega urriða og veitti ekki af.

Fastagestir til margra ára og alltaf velkomir.

 

 

Þessi mynd er tekin með aldráttarlinsu ofan úr fjalli og sýnir nokkra hressa veiðimenn við veiðar.

 

 

Þessi voru einbeitt og í miklum veiðihug.....................